Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 29. júlí 2014 18:00
Magnús Már Einarsson
Myndband: Strákur fæddur 1998 slær í gegn í Noregi
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Martin Ødegaard hefur slegið í gegn með Strømsgodset í norsku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur.

Martin er fæddur árið 1998 en hann verður ekki 16 ára gamall fyrr en í desember.

Fyrr á þessu ári varð hann yngsti leikmaðurinn til að spila í norsku úrvalsdeildinni og í maí varð hann yngist markaskorarinn í sögu deildarinnar.

Martin byrjaði að leika með C-liði Strømsgodset í norsku neðri deildunum þegar hann var einungis 13 ára en hann hefur farið til bæði FC Bayern og Manchester United á reynslu.

Hér að neðan má sjá laglega takta sem Martin hefur sýnt í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner