Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. júlí 2014 21:59
Brynjar Ingi Erluson
Noregur: Viðar Örn skoraði í sigri á Stabæk
Viðar Örn í leik með Vålerenga
Viðar Örn í leik með Vålerenga
Mynd: Kenneth Myhre - Kennethmyhre.net
Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni sigraði Stabæk með þremur mörkum gegn tveimur í dag en Viðar Örn Kjartansson, framherji Vålerenga gerði sér lítið fyrir og skoraði í sigrinum.

Fredrik Bustad kom Stabæk yfir áður en Ghayas Zahid jafnaði metin fyrir Vålerenga en Viðar Örn Kjartansson kom Vålerenga yfir með góðu skallamarki.

Viðar er kominn með 15 mörk og fjórar stoðsendingar í 17 leikjum í deildinni en hann hefur verið gríðarlega öflugur frá því hann kom frá Fylki.

Vålerenga er með 30 stig í fjórða sæti norsku deildarinnar en ekkert víst að liðið nái að halda Viðari mikið lengur. Hann hefur verið orðaður við mörg sterk lið í Evrópu en franska liðið AS Monaco er meðal annars talið hafa áhuga á honum.
Athugasemdir
banner