Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. júlí 2014 17:58
Elvar Geir Magnússon
Pabba Carlos Tevez rænt og krafist lausnargjalds
Carlos Tevez, sóknarmaður Juventus.
Carlos Tevez, sóknarmaður Juventus.
Mynd: Getty Images
Föður fótboltamannsins Carlos Tevez er haldið í gíslíngu og krafist er lausnargjalds. Honum var rænt úr bíl sínum í Argentínu í morgun.

Ræningjarnir höfðu samband við fjölskyldu mannsins og kröfðust lausnargjalds. Skömmu síðar höfðu þeir samband aftur og þá hafði lausnargjaldið hækkað enn frekar og er það talið merki um að þeir hafi komist að því hver sonur mannsins væri.

Lögreglan rannsakar málið og Tevez, sem spilar fyrir Juventus, er á leið til Argentínu til að aðstoða varðandi málið.

Árið 2004 var móður brasilíska sóknarmannsins Robinho rænt og haldið í gíslíngu en henni var svo sleppt lausri.
Athugasemdir
banner
banner