Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 29. júlí 2014 19:41
Brynjar Ingi Erluson
Pabba Carlos Tevez sleppt úr haldi ræningja
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez, framherji Juventus á Ítalíu, átti ekkert sérstaklega góðan dag í dag er pabba hans var rænt í Argentínu en honum hefur þó verið sleppt úr haldi ræningja.

Atvikið átt sér stað í úthverfi Buenos Aires í Argentínu um sjö í morgun en einungis átta tímum síðar var honum sleppt úr höndum ræningja.

Um leið og ránið átti sér stað var hringt í fjölskyldu Tevez og krafist lausnargjalds en honum var sleppt við heimabæ Tevez.

,,Honum var rænt rétt fyrir átta í morgun. Fjölskylda hans hringdi á neyðarlínuna og lögreglan fór strax að rannsaka málið," sagði í yfirlýsingu frá lögreglunni í Argentínu.

,,Það er allt í lagi með Cabral en hann er þó í losti eftir atburðinn," sagði í yfirlýsingunni að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner