Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. júlí 2014 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi-kvenna: Breiðablik fór illa með Fylki - ÍA gerði jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Ýr skoraði sigurmark Vals
Kristín Ýr skoraði sigurmark Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ellefta umferðin í Pepsi-deild kvenna var að ljúka en Breiðablik vann þar stórsigur á Fylki á meðan ÍA sótti fyrsta stigið sitt í sumar.

ÍA og FH gerðu 3-3 jafntefli á Skaganum. Ana Victoria Cate kom gestunum í FH yfir áður en Maren Leósdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk á fimm mínútum.

Ana Victoria jafnaði metin um miðjan síðari hálfleikinn áður en Laken Duchar Clark kom ÍA yfir á 83. mínútu og var útlit fyrir að ÍA myndi taka öll stigin en Sandra Sif Magnúsdóttir hélt ekki og nældi í stig fyrir FH. Lokatölur því 3-3.

Breiðablik fór létt með Fylki í Kópavogi. Eftir markalausan fyrri hálfleik tóku Blikarnir við sér og skoraði Fanndís Friðriksdóttir úr vítaspyrnu á 53. mínútu áður en Rakel Hönnudóttir bætti við öðru.

Fanndís skoraði svo þriðja markið tveimur mínútum áður en Fjolla Shala var rekinn af velli fyrir að brjóta á Huldu Hrund sem var að sleppa í gegn. Rakel skoraði svo fjórða og síðasta mark leiksins undir lokin. Lokatölur 4-0.

Valur sigraði Aftureldingu með sigurmarki undir lokin. Elín Metta Jensen kom Val yfir á 2. mínútu áður en Edda María Birgisdóttir jafnaði metin um miðjan síðari hálfleikinn. Það var svo Kristín Ýr Bjarnadóttir sem tryggði Val sigurinn undir lok leiks. Lokatöulr því 1-2.

Úrslit og markaskorarar:

ÍA 3 - 3 FH
0-1 Ana Victoria Cate ('3 )
1-1 Maren Leósdóttir ('31 )
2-1 Maren Leósdóttir ('36 )
2-2 Ana Victoria Cate ('62 )
3-2 Laken Duchar Clark ('82 )
3-3 Sandra Sif Magnúsdóttir ('88 )

Breiðablik 4 - 0 Fylkir
1-0 Fanndís Friðriksdóttir ('53, víti )
2-0 Rakel Hönnudóttir ('57 )
3-0 Fanndís Friðriksdóttir ('67 )
4-0 Rakel Hönnudóttir ('82 )
Rautt spjald: Fjolla Shala ('69, Breiðablik )

Afturelding 1 - 2 Valur
0-1 Elín Metta Jensen ('2 )
1-1 Edda María Birgisdóttir ('65 )
1-2 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('90 )
Athugasemdir
banner