Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. júlí 2014 19:54
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi-kvenna: Harpa með þrennu - Þór/KA lagði Selfoss
Harpa hefur verið í stuði í allt sumar.
Harpa hefur verið í stuði í allt sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi-deild kvenna en Stjarnan sigraði ÍBV örugglega á meðan Þór/KA lagði Selfoss.

Harpa Þorsteinsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu er Stjarnan sigraði ÍBV með fjórum mörkum gegn engu.

Harpa gerði fyrstu tvö mörkin á 33. og 36. mínútu áður en hún fullkomnaði þrennuna í byrjun síðari hálfleiks. Glódís Perla Viggósdóttir skoraði svo fjórða og síðasta mark leiksins.

Þór/KA lagði Selfoss með tveimur mörkum gegn einu. Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA yfir áður en Celeste Boureille jafnaði metin í síðari hálfleik. Freydís Anna Jónsdóttir tryggði svo Þór/KA sigurinn með marki á 77. mínútu og lokatölur því 2-1.

Stjarnan er á toppnum með 30 stig, níu stigum á undan Þór/KA sem er í öðru sæti deildarinnar. ÍBV er í sjöunda sæti með 12 stig en Selfoss í fimmta sæti með 19 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Stjarnan 4 - 0 ÍBV
1-0 Harpa Þorsteinsdóttir ('33 )
2-0 Harpa Þorsteinsdóttir ('36 )
3-0 Harpa Þorsteinsdóttir ('46 )
4-0 Glódís Perla Viggósdóttir ('74 )

Þór/KA 2 - 1 Selfoss
1-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('26 )
1-1 Celeste Boureille ('63 )
2-1 Freydís Anna Jónsdóttir ('77 )
Athugasemdir
banner
banner
banner