Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. júlí 2014 10:00
Karitas Þórarinsdóttir
Sara Björk spáir í 11. umferð Pepsi-kvenna
Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði landsliðsins.
Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði landsliðsins.
Mynd: KSÍ - Hilmar
Sara Björk.
Sara Björk.
Mynd: http://svenskfotboll.se/damallsvenskan/
Sara Björk.
Sara Björk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir er spámaður okkar að þessu sinni. Fótboltaferillinn hennar er stórglæsilegur. Hún er fyrirliði landsliðsins og Rosengard en með því liði spilar hún úti í Svíþjóð. Hún hefur tvisvar sinnum orðið sænskur meistari ásamt því að bera fyrirliðabandið hjá félaginu. Sara Björk og félagar deila toppsætinu með Örebro sem á einn leik inni á þær. Núna nýlega var Sara Björk að fá nýjan samherja en það var engin önnur en Marta frá Brasilíu. Spenndi verður að fylgjast með gengi hennar og Rosengard í sumar.

Stjarnan 3-0 ÍBV
Stjörnustelpur eru búnar að vera mjög sterkar og góðar í sumar og hafa sýnt og sannað að þær ætla verja titilinn í ár! Þetta verður erfiður leikur fyrir ÍBV og Stjarnan vinnur sannfærandi sigur 3-0 þar sem Harpa mun vera allt í öllu í sóknarleik liðsins.

Þór/KA 2-1 Selfoss
Þarna eru hörku lið að mætast. Bæði lið eru að berjast í efri hluta deildarinnar og verður þetta mjög mikilvægur leikur og annað liðið verður að taka 3 stig ef þær ætla verða með í toppbaráttunni. Það er erfitt fyrir öll lið að fara til Akureyrar og eru Þór/Ka mjög sterkar á heimavelli. Heimavöllurinn mun vega þungt í þessari rimmu og því spái ég 2-1 sigri Þór/Ka.

Breiðablik 1-0 Fylkir
Annar toppleikur þar sem spútniklið Fylkis hefur komið verulega á óvart í sumar! Eftir að bæði lið duttu út í undanúrslitum í bikar eru þau hungruð í sigur. Það er 1 stig sem skilur liðin að í deildinni og má búast við hörkuleik og eflaust nokkrum spjöldum. Ég spá hins vegar Blikasigri og endar leikurinn 1-0 fyrir blikum í dramatískum leik.

ÍA 1-1 FH
Tvö lið í neðri hlutanum að mætast. FH-stelpur eru búnar að fá góðan liðsstyrk síðustu daga og mun það reynast þeim vel seinni part móts. Skagastelpur hafa verið í basli í sumar og ekki náð ser á strik. Þessi leikur fer hins vegar 1-1 þar sem Skagastelpur munu jafna í lokin og tryggja sér fyrsta stigið í sumar.

Afturelding 1-4 Valur
Afturelding hefur ekki náð sér a strik í sumar og vann Valur þær nokkuð örugglega í fyrri leiknum.Valsstúlkur hafa verið vonbrigði í sumar og hafa ekki náð sér á strik. Það voru þjálfaraskipti fyrir stuttu síðan og gaman að sjá hvort þær ná að rífa sig í gang.
Ég spái því að Valur vinni þennan leik nokkuð örugglega 1-4.
Athugasemdir
banner
banner
banner