Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 29. júlí 2014 23:36
Mist Rúnarsdóttir
Teddi: Ekki búið fyrr en feita konan syngur
Teddi var svekktur enda alltaf sárt að tapa í uppbótartíma
Teddi var svekktur enda alltaf sárt að tapa í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta sveið dálítið. Mér fannst við eiga skilið að taka stig út úr þessum leik. Það var eins og við hefðum ekki byrjað leikinn og við fengum þarna á okkur klaufamark og við vorum eiginlega bara ekki með í fyrri hálfleik, að mér fannst miðað við hvað við erum búin að vera að gera undanfarið. En við töluðum saman í hálfleik og komum miklu ákveðnari. Settum þetta mark frá Eddu. Skot utan af velli. Stórglæsilegt og svo bara. Æi, svona er fótboltinn. Þetta er sárt en svona er boltinn,“ sagði Theodór Sveinjónsson, þjálfari Aftureldingar eftir 2-1 tapið gegn Val fyrr í kvöld. Liðið lenti undir strax í upphafi leiks en veitti Val svo verðuga mótspyrnu allt fram í uppbótartíma þegar Kristín Ýr skoraði úrslitamark leiksins.

„Við vitum þetta alveg. Það þarf bara að halda áfram. Þetta er bara fjallganga og við rísum upp og höldum áfram. Við munum gera það eftir þennan leik líka.“
Það leit allt út fyrir að Afturelding væri að ná jafnteflinu þegar leiktíminn fjaraði hægt og rólega út. En hvað hugsaði Teddi þegar Valur fékk horn og Kristín Ýr gerði sig líklega til að koma inná?

„Ég öskraði Lilja. Ég vildi láta setjast ofan á hana Kristínu Ýr. Maður þekkir hana alveg og maður veit alveg hvað hún gerir. Hún er góður skallamaður og þarf ekki mikið af háum boltum til að gera óskunda í vörn andstæðingsins eins og hún gerði. En þetta var bara klikk hjá okkur. Við áttum bara að stíga upp og dekka hana eins og aðra leikmenn og ekki leyfa henni að komast í færið. Við gerðum það ekki að þessu sinni og töpuðum sem lið. Við þurfum bara að stíga upp og halda áfram. Það er bara næsti leikur. Það þýðir ekkert annað.“

Afturelding situr enn í fallsæti en ÍA og FH, liðin í sætunum fyrir neðan og ofan, gerðu jafntefli í kvöld og það eru ekki svo slæm úrslit fyrir Aftureldingu.

„ÍA eru fínt lið og þau eru ekkert auðveld viðureignar og eiga eftir að taka einhver stig það sem eftir er. Þetta sýnir bara það að það er margt hægt að gera í þessu móti ef að liðin hafa trú á því. Eins og við. Við ætlum bara að halda áfram að hafa trú og ná í úrslit eins og Skaginn gerði í dag. Þau sýndu það að þau geta þetta.“

„Það er alltaf möguleiki. Þetta er ekki búið fyrr en feita konan syngur. Er ekki alltaf sagt svoleiðis? Við höldum allavegana áfram. Það er bara næsti leikur. Við ætlum ekkert að gráta þetta,“ sagði Teddi að lokum en hægt er að horfa á viðtalið við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner