Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. júlí 2014 09:51
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Tveir Búlgarar líklega á leið til Víkings
Víkingar hafa verið flottir í sumar.
Víkingar hafa verið flottir í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir búlgarskir leikmenn hafa verið að æfa með Víkingi Reykjavík undanfarna daga. Ólafur Þórðarson, þjálfari liðsins, segir við Morgunblaðið að líklega verði samið við þá.

Um er að ræða Iliyan Garov sem er 30 ára sóknarmaður og Ventsislav Ivanov sem er 32 ára varnarmaður.

„Það er erfitt að segja hversu góðir þeir eru þar sem við náum ekki að skoða þá í leik en þeir munu örugglega styrkja okkar hóp," sagði Ólafur við Morgunblaðið.

Víkingar eru í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar og mæta Keflavík í undanúrslitum bikarsins annað kvöld. Þeir missa þrjá leikmenn í ágúst sem eru á leið út í háskólanám en það eru Halldór Smári Sigurðsson, Tómas Guðmundsson og Arnþór Ingi Kristinsson.
Athugasemdir
banner
banner