mið 29. júlí 2015 22:10
Arnar Geir Halldórsson
2. deild: Loksins vann Njarðvík - Leiknir marði botnliðið
Björgvin Stefán fór fyrir sínu liði gegn Dalvík/Reyni
Björgvin Stefán fór fyrir sínu liði gegn Dalvík/Reyni
Mynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir
Fjórum leikjum var að ljúka í 2.deild karla.

Leiknir Fáskrúðsfirði lenti í kröppum dansi gegn botnliði Dalvíkur/Reynis en hafði að lokum 3-2 sigur. Njarðvík vann sinn fyrsta leik síðan 29.maí þegar liðið lagði Tindastól á Sauðárkróki.

Í Mosfellsbæ unnu heimamenn í Aftureldingu 2-1 sigur á KF eftir að hafa lent undir. Í Þorlákshöfn vann svo KV öruggan útisigur á Ægi.

Afturelding 2 - 1 KF
0-1 Alexander Már Þorláksson (´40)
1-1 Gunnar Wigelund (´47)
2-1 Elvar Freyr Arnþórsson (´51)

Tindastóll 1 - 2 Njarðvík
1-0 Óskar Smári Haraldsson (´13)
1-1 Theodór Guðni Halldórsson (´18)
1-2 Ari Már Andrésson (´47)

Dalvík/Reynir 2 - 3 Leiknir F.
1-0 Ethan Mannion (´6)
1-1 Björgvin Stefán Pétursson (´49)
1-2 Björgvin Stefán Pétursson (´57)
1-3 Sjálfsmark(´60)
2-3 Bessi Víðisson (´64)

Ægir 1 - 3 KV
0-1 Brynjar Orri Bjarnason (´28)
0-2 Njörður Þórhallsson (´71)
0-3 Jón Konráð Guðbergsson (´88)
1-3 Ramon Torrijos Anton (´90)
Rautt spjald:Brenton Muhammad, Ægir (´78)

Markaskorarar af Úrslit.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner