Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. júlí 2015 11:45
Arnar Daði Arnarsson
Andri Fannar: Hef beðið lengi eftir þessum leik
Andri Fannar.
Andri Fannar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sigurbjörn Hreiðars. þjálfari Vals og Andri Fannar þegar hann var í KA, 2010.
Sigurbjörn Hreiðars. þjálfari Vals og Andri Fannar þegar hann var í KA, 2010.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
KA og Valur mætast í undanúrslitum Borgunarbikars karla í kvöld, á Akureyrarvellinum.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net. Auk þess verður hann sýndur beint á Stöð 2 sport.

Andri Fannar Stefánsson leikmaður Vals þekkir hverja þúfu á þeim velli, en hann er uppalinn í KA og lék með þeim þrjú sumur áður en hann gekk til liðs við Vals fyrir sumarið 2011.

„Ég verð að viðurkenna að ég er búinn að hlakka mjög mikið til þessa leiks síðan það var dregið. Það er náttúrulega bikarúrslitaleikur í boði en að sjálfsögðu gefur það þessu ákveðinn lit fyrir mig að mæta á gamla heimavöllinn á móti uppeldisfélaginu, get ekki neitað því,” sagði Andri Fannar sem býst við hörkuleik í kvöld.

„Við þurfum að mæta 100% klárir á okkar hlutum og ná upp þeim krafti og gæðum sem við höfum verið að sýna meirihluta tímabilsins.”

„KA-liðið er það gott lið að ef við mætum ekki klárir í slaginn þá refsa þeir okkur strax, eins og þeir gerðu gegn Fjölnismönnum í 8-liða úrslitunum,” sagði Andri Fannar, en í þeim leik skoruðu KA-menn tvö mörk á fyrstu 10 mínútum leiksins.

„Ég held það megi búast við mjög skemmtilegum leik. Bæði lið vilja spila góðan fótbolta og eru með marga virkilega góða leikmenn innanborðs. Það er samt mikið í húfi þannig að það er hætt við því að hvorugt liðið gefi mikil færi á sér. Ég held samt sem áður að þetta verði flottur leikur á glæsilegum Akureyrarvelli fyrir framan flottar stuðningssveitir.”

Andri Fannar hefur fylgst vel með KA-liðinu í sumar. Hann segir að vel gengi KA í bikarnum komi sér lítið á óvart.

„KA-menn vilja koma liðinu upp um deild og það er búið að byggja upp frábæran hóp og það sýndi sig kannski best í leikjunum gegn Blikum og Fjölni hversu öflugt liðið er í raun orðið,” sagði Andri Fannar Stefánsson, leikmaður Vals að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner