Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. júlí 2015 10:45
Magnús Már Einarsson
Ashley Young til Tottenham?
Powerade
Ashley Young.
Ashley Young.
Mynd: Getty Images
Di Maria er áfram orðaður við PSG.
Di Maria er áfram orðaður við PSG.
Mynd: Getty Images
Enski boltinn byrjar fljótlega að rúlla á ný og félög eru að keppast við að styrkja sig.



PSG hefur boðið 28,5 milljónir punda í Angel Di Maria en hann kostaði Manchester United 59,7 milljónir punda þegar hann kom frá Real Madrid í fyrra. (Guardian)

Chelsea vill fá Alex Telles frá Galatasaray til að fylla skarð Filipe Luis sem er farinn aftur til Atletico Madrid. (Sun)

Tottenham ætlar að reyna að fá Ashley Young frá Manchester United en félagið er hætt að reyna við Yannick Bolasie eftir að Crystal Palace henti 25 milljóna punda verðmiða á hann. (Daily Mirror)

Forráðamenn Manchester United eru ekki ánægðir með Sergio Ramos sem er að gera nýjan samning við Real Madrid. (Daily Star)

United mun líklega ekki reyna að krækja í Nicolas Otamendi varnarmann Valencia þrátt fyrir orðróm þess efnis í allt sumar. (Manchester Evening News)

Massimo Ferrero telur að 7,1 milljóna punda verðmiði Liverpool á Mario Balotelli sé of hár. (Daily Mail)

AC Milan hefur hafnað 4,8 milljóna punda tilboði frá Newcastle í M'Baye Niang framherja Newcastle. (Evening Chronicle)

Crystal Palace hefur sýnt áhuga að fá Emmanuel Adebayor en hann er líklega á leið til Aston Villa á láni frá Tottenham. (Telegraph)

Aston Villa er einig í viðræðum við Dimitar Berbatov en Búlgarinn er án félags eftir að hafa yfirgefið Monaco. (Daily Express)

James McCarthy vill fara frá Everton til Tottenham. (Daily Mirror)

Bournemouth er að kaupa kantmanninn Max Gradel frá St Etienne en kaupverðið getur endað í sjö milljónum punda. (Daily Mail)

Mohamed Salah er á leið til Roma á láni frá Chelsae. (Daily Mail)

West Ham vill kaupa Moussa Sow framherja Fenerbahce á tólf milljónir punda. (Daily Express)

Vlad Chiriches, varnarmaður Tottenham, er á leið til Napoli á 4,5 mlljónir punda. (Telegraph)

Inter og Porto hafa áhuga á að fá Erik Lamela á láni frá Tottenham. (Talksport)

Christophe Lollichon, markmannsþjálfari Chelsea, gæti fylgt Petr Cech til Arsenal. (Times)

Villarreal vill fá Roberto Soldado framherja Tottenham í sínar raðir. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner