Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. júlí 2015 10:00
Fótbolti.net
Hófið - Spilaði í 33% leikja umferðarinnar
Kópacabana skemmti sér vel á KR-velli þrátt fyrir óánægju með trommubann vallarins!
Kópacabana skemmti sér vel á KR-velli þrátt fyrir óánægju með trommubann vallarins!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
#Friðgeirsvaktin og toppmaðurinn Gulli Gull.
#Friðgeirsvaktin og toppmaðurinn Gulli Gull.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kóngurinn í stúkunni í Garðabæ.
Kóngurinn í stúkunni í Garðabæ.
Mynd: Fótbolti.net
Eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla klæðum við okkur í lakkskóna og blásum til leiks í lokahófi umferðarinnar. Þetta er allt á léttu nótunum og til gamans gert svo við vonum að enginn fari í fýlu. Við lofum stuði á síðasta lokahófi fyrir Verslunarmannahelgi!

Leikur umferðarinnar: Fylkir 0 - 4 Fjölnir
Hermann Hreiðarsson hafði farið vel af stað með Fylki og Fjölnismenn voru í frjálsu falli þegar þessi lið áttust við í Árbænum. Í ljósi þess voru úrslitin algjörlega taktlaus! Fjölnismenn voru á eldi og eiga hrós skilið.
Sjáðu skýrsluna

EKKI lið umferðarinnar:


Fylkismenn eiga þann vafasama heiður að eiga flesta fulltrúa í rauða liðinu okkar þessa umferðina enda fengu þeir skell gegn Fjölni.

Þátttakandi umferðarinnar: Jonathan Glenn
Spilaði tvo leiki í umferðinni! Lék með ÍBV í tapi gegn Stjörnunni á sunnudegi, skipti svo í Breiðablik og spilaði með liðinu í jafntefli gegn KR. Spilaði því 33% af leikjum umferðarinnar. Kom inn sem varamaður hjá Blikum og fékk dauðafæri en eyðilagði fyrir sér með tröllasnertingu og missti boltann of langt frá sér.

Vonbrigði umferðarinnar: KR 0 - 0 Breiðablik
Dauðinn á skriðbeltunum í stórleik umferðarinnar.

Minnisleysi umferðarinnar: Þorvaldur Árnason
Dómarinn á KR-vellinum fékk höfuðhögg og mundi bara eftir eigin nafni eftir leikinn! Sjá nánar

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Atli Viðar Björnsson
Margir skilja ekki hversu oft markvélin er geymd í frystikistunni í Kaplakrika. En Atli er alltaf tilbúinn að leggja FH lið, kom inn sem varamaður og skoraði sigurmarkið í Keflavík. Þvílíkur karakter!
Sjá skýrsluna

Leikarastimpill umferðarinnar: Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Gunnar var bandbrjálaður yfir því að Rauði baróninn gaf honum gult fyrir meinta dýfu gegn Stjörnunni. Lét íslenska dómara heyra það í Pepsi-mörkunum. Gunnar hefur fengið dýfuspjald í báðum leikjunum sem hann hefur spilað síðan hann kom aftur til ÍBV.

Sex stiga maður umferðarinnar: Gunnlaugur Jónsson
Þjálfari umferðarinnar heldur áfram að landa sigrum í hinum svokölluðu sex stiga leikjum. ÍA vann Leikni í annað sinn í sumar og er komið með gott andrými.

Dómarabrekka umferðarinnar: Leiknir
Leiknir hefði átt að jafna 1-1 gegn ÍA en aðstoðardómarinn dæmdi ranglega rangstöðu. Í þriðja sinn sem dómaramistök gera það að verkum að mikilvægt mark er dæmt af Leikni.

Atvik umferðarinnar: Vítið sem Víkingur fékk
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, landaði óvæntum sigri gegn Val. Eina mark leiksins kom úr umdeildri vítaspyrnu. Allir í fréttamannastúkunni voru á því að um rangan dóm hefði verið að ræða en staðsetning sjónvarpsmyndavélarinnar gefur ekki afgerandi niðurstöðu. Ingvar Kale var allavega bálreiður út í dómarana!

Dómari umferðarinnar: Valgeir Valgeirsson
Skagamaðurinn var með allt á hreinu í Keflavík þar sem FH sótti þrjú stig.

Óvænt heimsókn umferðarinnar: Leiknisljónin
Leiknisljónin áttu stutta söngheimsókn á Samsung-völlinn, heimavöll Stjörnunnar, áður en þau héldu á Skagann. Gaman að sjá Silfurskeiðina og Leiknisljónin syngja á milli. Greinilega mikil virðing milli þessara tveggja frábæru stuðningssveita.

Mark umferðarinnar: Jeppe Hansen
Jeppinn var í sjötta gír þegar Stjarnan vann ÍBV og tók leikinn bara yfir. Hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri, fyrsta sigri Stjörnunnar á Samsung-vellinum í sumar! Í fyrra marki sínu fékk hann boltann rétt fyrir utan teig og hnitmiðað skot hans söng í netinu. Sjáðu markið hjá Vísi:


Sjá einnig:
Fyrri lokahóf tímabilsins
Athugasemdir
banner
banner
banner