Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mið 29. júlí 2015 21:59
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardal
Gregg Ryder: Þetta var frammistaða meistara
Gregg Ryder
Gregg Ryder
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar var mjög ánægður með 4-0 sigur sinna manna gegn HK í dag. Þróttarar voru betri allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  0 HK

„Ég er gríðarlega ánægður með þessa frammistöðu, við stjórnuðum leiknum. Þetta var frammistaða meistara."

„Þetta var ein af þeim, við erum búnir að eiga marga góða leiki. Við höfum spilað leiki þar sem við höfum fengið stig en ekki verið upp á okkar besta."

Gregg sagði við leikmennina sína að senda skilaboð til hinna liðanna.

„Það er planið, ég sagði fyrir leikinn að við ættum að senda út skilaboð til allra."

Tonni Mawejje er búinn að spila tvo leiki með Þrótti eftir að hann kom til liðsins og hann hefur staðið sig mjög vel. Gregg er hrifinn af sínum manni.

„Tonni kemur með mikið vegna þess að við misstum Ragga í meiðsli, hann er miðjumaður sem fer á milli teiganna. Við misstum Odd sem kemur til baka fyrir Víkings leikinn."

„Tonni er eins miðjumaður og þeir, hann er orkumikill okkur vantaði drifkraft á miðjunni sem hann hefur komið með. Hann hefur ekki spilað í þrjá mánuði og nú er hann búinn með tvo 90 mínútna leiki svo hann verður bara betri."

Viktor Jónsson, markahæsti leikmaður deildarinnar er á láni hjá Þrótti en Ryder er ekki viss um frammhald leikamannsins.

„Við höfum ekki talað um það. Við elskum að hafa hann og hann elskar að vera hér. Samningurinn hans segir að hann fari aftur til Víkings í lok leiktíðar."

Það verður toppslagur í næstu umferð er Þróttur mætir Víkingi Ólafsvík.

„Það er stórleikur, við förum þangað til að njóta hans. Okkur hlakkar til."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner