Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. júlí 2015 18:10
Elvar Geir Magnússon
Haraldur Sigfús tekur við kvennaliði Þróttar (Staðfest)
Haraldur Sigfús Magnússon.
Haraldur Sigfús Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur hefur ákveðið að skipta um þjálfara hjá kvennaliði félagsins sem situr í fallsæti í Pepsi-deild kvenna með aðeins tvö stig eftir 12 umferðir.

Þorsteinn Þórsteinsson í meistaraflokksráði Þróttar staðfesti þetta við Fótbolta.net.

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir lætur því af störfum en samkomulag náðist milli hennar og Þróttar um starfslok. Aðstoðarþjálfarinn Bóel Kristjánsdóttir hefur einnig látið af störfum.

Haraldur Sigfús Magnússon er tekinn við þjálfun liðsins en hann er fæddur 1982 og hefur áður þjálfað hjá ÍR, Grindavík, ÍA og Reyni Sandgerði. Hann var þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍA.

„Þó staðan sé ekki góð höfum við alls ekki gefist upp," segir Þorsteinn.

Þróttur er fjórum stigum frá KR sem er í áttunda sæti með sex stig. Sóknarleikurinn hefur verið afar erfiður hjá Þrótti og liðið aðeins skorað fjögur mörk en í gær tapaði liðið 2-3 fyrir ÍBV þar sem Rebekah Bass, nýr sóknarleikmaður liðsins, skoraði bæði mörkin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner