Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. júlí 2015 11:50
Magnús Már Einarsson
Platini býður sig fram sem næsti forseti FIFA
Michel Platini og Sepp Blatter.
Michel Platini og Sepp Blatter.
Mynd: Instagram
Michel Platini, foseti UEFA, hefur staðfest að hann muni bjóða sig fram sem næsti forseti FIFA.

Sepp Blatter mun hætta sem forseti FIFA á næsta ári og nýr forseti verður kjörinn þann 26. febrúar.

„Ég velti framtíð fótboltans fyrir mér sem og framtíð minni," sagði Platini.

„Það eru tímapunktar í lífinu þar sem þú hefur örlögin í eigin höndum. Einn af þessum tímapunktum er núna."

Hægt er að tilkynna framboð til 26. október næstkomandi en ekki er ljóst hvaða samkeppni Platini fær í kjörinu.
Athugasemdir
banner
banner