Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 29. júlí 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikur: Arsenal lagði stjörnulið MLS
Chuba Akpom gerði sigurmarkið á lokamínútum leiksins.
Chuba Akpom gerði sigurmarkið á lokamínútum leiksins.
Mynd: Getty Images
Stjörnulið MLS 1 - 2 Arsenal
0-1 Joel Campbell ('11, víti)
1-1 Didier Drogba ('45)
1-2 Chuba Akpom ('87)

Arsenal hafði betur gegn stjörnuliði MLS deildarinnar er liðin mættust í æfingaleik í nótt.

Leikmenn MLS deildarinnar eru á miðju tímabili og því í fantaformi á meðan leikmenn Arsenal, sem tefldi fram hálfgerðu varaliði, eiga enn tvær vikur eftir af undirbúningstímabilinu.

Leikurinn var afar líflegur og þokkalega jafn þar sem liðin skiptust á að sækja. Joel Campbell kom Arsenal yfir snemma í fyrri hálfleik þegar hann skoraði úr vítaspyrnu eftir að hafa verið felldur innan vítateigs af belgíska landsliðsmanninum Laurent Ciman.

Arsenal komst nálægt því að bæta öðru marki við fyrir leikhlé en heimamenn nýttu sér einbeitingaleysi gestanna á lokasekúndum fyrri hálfleiks þegar Didier Drogba náði að pota boltanum í netið eftir mikinn atgang.

Bæði lið gerðu margar skiptingar í hálfleik og var síðari hálfleikurinn meira í járnum en sá fyrri til að byrja með. Þegar tók að líða á hálfleikinn varð hann fjörugari og þegar viðureignin virtist stefna í vítaspyrnukeppni skoraði varamaðurinn ungi Chuba Akpom sigurmarkið eftir laglegan undirbúning frá Nacho Monreal og Cristopher Willock.

Arsenal verðskuldaði sigurinn og er fyrsta liðið til að sigrast á stjörnuliði MLS undanfarin ár, en í fyrra hafði stjörnuliðið betur gegn Tottenham og hitt í fyrra gegn Bayern München.

Byrjunarlið Arsenal: Cech - Debuchy, Holding, Bielik, Gibbs - Coquelin, Elneny - Campbell, Wilshere, Chamberlain - Walcott

Byrjunarlið MLS: Blake - Rosenberry, Ciman, Van Damme, Acosta - Pirlo, Beckerman - Dos Santos, Kaka, Villa - Drogba
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner