Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 29. júlí 2016 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Loris Karius frá í tvo mánuði
Mynd: Getty Images
Loris Karius nýr markvörður Liverpool verður frá í tvo mánuði eftir að hafa brotið á sér höndina.

Karius var á milli stanganna er Liverpool tapaði 1-0 fyrir Chelsea í æfingaleik og er nú floginn heim úr æfingaferðinni til að jafna sig.

Karius missir því af leikjum gegn liðum á borð við Arsenal, Leicester, Chelsea og Tottenham og þá gæti hann einnig misst af viðureigninni gegn Manchester United.

Hinn 23 ára gamli Karius kom frá Mainz í júní og kostaði Liverpool 5 milljónir punda, en hann meiddist í tapleiknum gegn Chelsea eftir að hafa lent í samstuði við Dejan Lovren.
Athugasemdir
banner
banner
banner