fös 29. júlí 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Matuidi er plan B hjá Man Utd
Powerade
Blaise Matuidi.
Blaise Matuidi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Peter Crouch er orðaður við Swansea.
Peter Crouch er orðaður við Swansea.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að slúðra. Kíkjum á slúður dagsins.



Ef Manchester United nær ekki að kaupa Paul Pogba þá ætlar félagið að fá Blaise Matuidi frá PSG. (Manchester Evening News)

FC Bayern ætlar ekki að leyfa aðstoðarþjálfaranum Paul Clement að verða aðstoðarþjálfari enska landsliðsins. (Guardian)

Manchester City er að kaupa kolumbíska framherjann Marlos Moreno frá Atletico Nacional á átta milljónir punda. (Daily Mail)

Real Madrid ætlar að reyna að fá Marco Verratti frá PSG en félagið hefur gefist upp í baráttunni um Paul Pogba. (AS)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur gefist upp í baráttunni um Ben Chilwell, vinstri bakvörð Leicester. Klopp er núna að að spá í að hafa James Milner til vara í vinstri bakverði í vetur. (Daily Telegraph)

Arsenal er ekki tilbúið að borga meira en 33,7 milljónir punda fyrir Alexandre Lacazette, framherja Lyon. (Squawka)

Hinn 17 ára gamli Reece Oxford vill fá spiltíma með aðalliði West Ham. Oxford hefur verið orðaður við Manchester United. (Evening Standard)

West Ham er að kaupa framherjann Andre Ayew frá Swansea á 16 milljónir punda. (Sun)

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, hefur gefið í skyn að hann hafi áhuga á að starfa á Englandi í framtíðinni. (Daily Mail)

Bob Bradley, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, er líklegastur til að taka við Hull City. (NBC Sports)

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, hefur gefið í skyn að Jese sé á förum frá félaginu en hann hefur verið orðaður við Arsenal og Liverpool. (Metro)

Arsenal er í viðræðum við Valencia um kaup á varnarmanninum Shkodran Mustafi. (Sky Sports)

Leighton Baines er að gera nýjan samning við Everton. (Liverpool Echo)

Peter Crouch, framherji Stoke, hefur verið orðaður við Swansea. (South Wales Evening Post)

Newcastle hefur ekki fengið tilboð fra Barcelona í framherjann Ayoze Perez eins og orðrómur hefur verið um. (Chronicle)

Oumar Niasse er á förum frá Everton en hann fór ekki með liðinu í æfingaferð til Þýskalands. Þessi 26 ára gamli framherji kostaði Everton 13,5 milljónir punda þegar hann kom til félagsins í janúar. (Sky Sports)

Eduardo SIlva, framherji Benfica, er sagður á óskalista Sunderland. (Sunderland Echo)
Athugasemdir
banner
banner