Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. júlí 2016 16:07
Ívan Guðjón Baldursson
Mino Raiola: Félögin hafa ekki komist að samkomulagi
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, birti færslu á Twitter fyrir skömmu þar sem hann greinir frá því að samkomulag hefur ekki náðst á milli Manchester United og Juventus.

Raiola notar tækifærið til að skjóta á fjölmiðla, bæði enska og ítalska, sem hafa verið að keppast við að greina frá félagsskiptunum.

„Fréttamenn = páfagaukar. Félögin hafa ekki komist að samkomulagi. Þetta er keppni á milli ítalskra og enskra fjölmiðla um hver verður á undan að tilkynna félagsskiptin og hver er verstur," skrifaði Raiola.

Samkvæmt fjölmiðlum fer Pogba til Manchester United ef Rauðu djöflarnir samþykkja að greiða umboðsmanninum rúmlega 20 milljónir evra ofan á þær 120 sem Juventus vill fá í sinn hlut.



Athugasemdir
banner
banner
banner