Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. júlí 2016 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Parma festir kaup á gamla lógóinu
Mynd: Merki
Parma varð gjaldþrota og rekið úr ítalska boltanum fyrir tveimur árum síðar. Það tók ekki langan tíma að endurstofna félagið á nýju nafni og það fór beint upp um deild.

Núna er félagið byrjað að ná sér almennilega eftir gjaldþrotið og var að festa kaup á gamla merkinu sínu.

Parma keypti einnig lén fyrir heimasíðu og er búið að stórefla sig á öllum samskiptamiðlum.

Parma þurfti að greiða mest fyrir merkið sitt, sem er röndótt, gult og blátt, og kostaði það 250 þúsund evrur, eða rúmlega 33 milljónir króna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félagið fer í gjaldþrot enda hefur það heitið nokkrum nöfnum í gegnum tíðina. Síðast hét það Parma FC SpA en nú heitir félagið Parma Calcio 1913.
Athugasemdir
banner
banner
banner