Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 29. júlí 2016 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ragga Sig dreymir um að spila á Englandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson segir það vera drauminn sinn að spila fyrir sterkt lið í enska boltanum.

Raggi hefur alla tíð verið stuðningsmaður Liverpool en segir það ekki skipta sig miklu máli hvort hann endi hjá sínu uppáhaldsfélagi eða ekki.

„Draumur minn er að spila fyrir Liverpool. Sem táningur héldum við fjölskyldan með Liverpool," sagði Ragnar í viðtali í Rússlandi.

„Ég þarf samt ekki að fara til Liverpool, ég vil bara spila fyrir sterkt félag á Englandi."

Raggi var spurður hvort hann væri á leið frá Krasnodar í sumar og sagðist ekki geta svarað því.

„Ég veit ekki hvort ég verði áfram hjá Krasnodar eða ekki. Félagsskiptaglugginn er opinn og við verðum að sjá til hvort það gerist eitthvað.

„Mér líður vel hjá Krasnodar og er ekki ólmur í að yfirgefa félagið. England er draumur, en hér líður mér vel."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner