Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. júlí 2016 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sampaoli hafnaði Argentínu - Má ekki taka við landsliðinu
Jorge Sampaoli er fastur hjá Sevilla.
Jorge Sampaoli er fastur hjá Sevilla.
Mynd: Getty Images
Jorge Sampaoli hafnaði starfstilboði frá argentínska knattspyrnusambandinu sem vildi fá hann til að taka við landsliðstaumunum.

Sampaoli, sem stýrði landsliði Síle við góðan orðstír frá 2012 til 2016, tók við Sevilla fyrr í sumar þegar Unai Emery yfirgaf félagið til að taka við PSG í Frakklandi.

„Ég fékk símtal frá forseta argentínska knattspyrnusambandsins en það væri óábyrgt af mér að skilja við Sevilla á þessum tímapunkti," sagði Sampaoli. Lögmaður hans segir svipaða sögu, en skellir skuldinni á Sevilla.

„Sevilla vill ekki deila þjálfaranum sínum með Argentínu. Viljinn til að þjálfa Argentínu er til staðar, en það er alltof dýrt að leysa Jorge undan samningi hjá Sevilla," sagði Fernando Baredes, lögmaður Sampaoli.

„Hann vill þjálfa argentínska landsliðið en hann er ábyrgur einstaklingur og mun leggja sig 100% fram hjá Sevilla. Tilboðið frá Argentínu kom einfaldlega á röngum tíma."
Athugasemdir
banner
banner
banner