fös 29. júlí 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Shay Given leggur landsliðshanskana á hilluna
Mynd: Getty Images
Írinn margreyndi Shay Given er búinn að leggja landsliðshanskana á hilluna eftir 20 ár og 134 leiki á milli stanga írska landsliðsins.

Given er einn dáðasti írski leikmaður allra tíma og en hann hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni stærstan part ferilsins.

Given á yfir 450 deildarleiki að baki með hinum ýmsu félögum en garðinn gerði hann frægastan á tíma sínum hjá Newcastle United.

Given hefur verið varamarkvörður hjá Stoke City síðastliðið ár og hefur ekki enn staðfest hvenær hann ætlar að leggja hanskana á hilluna fyrir fullt og allt.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Given hefur lagt landsliðshanskana á hilluna, hann gerði það árið 2012 en tók aftur að spila með landsliðinu ári síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner