Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. júlí 2016 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Simeone er besti stjóri heims - Lars númer 18
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
FourFourTwo er búið að setja saman lista yfir 50 bestu þjálfara og knattspyrnustjóra í heimi.

Lars Lagerback, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins, er á 18. sæti listans en Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, vermir toppsætið.

Fimm af tíu bestu stjórum heims þjálfa í ensku úrvalsdeildinni en á eftir þeim koma Antonio Conte í 17. sæti, Mauricio Pochettino í 19. sæti, Slaven Bilic í 21. sæti og Arsene Wenger í 22. sæti.

Þá er Didier Deschamps í 27. sæti og Jorge Sampaoli í 29. sæti á meðan Fernando Santos, sem stýrði Portúgal til sigurs á EM í sumar, er í 33. sæti.

Manuel Pellegrini er í 42. sæti, Janne Andersson landsliðsþjálfari Svía er í 47. sæti og Chris Coleman, þjálfari Wales, rekur lestina í 50. sæti.

20 bestu stjórar heims:
1. Diego Simeone (Atletico Madrid)
2. Pep Guardiola (Manchester City)
3. Luis Enrique (Barcelona)
4. Jose Mourinho (Manchester United)
5. Unai Emery (PSG)
6. Massimiliano Allegri (Juventus)
7. Jurgen Klopp (Liverpool)
8. Claudio Ranieri (Leicester)
9. Ronald Koeman (Everton)
10. Jorge Jesus (Sporting)
11. Joachim Low (Þýskaland)
12. Phillip Cocu (PSV Eindhoven)
13. Carlo Ancelotti (Bayern München)
14. Marcelino (Villarreal)
15. Edgardo Bauza (Sao Paulo)
16. Tomas Tuchel (Borussia Dortmund)
17. Antonio Conte (Chelsea)
18. Lars Lagerbäck (Atvinnulaus)
19. Mauricio Pochettino (Tottenham)
20. Marcelo Gallardo (River Plate)
Athugasemdir
banner
banner