Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 29. júlí 2016 16:28
Ívan Guðjón Baldursson
Tómas Óli lánaður til Leiknis R. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. er búinn að klófesta miðjumanninn fjölhæfa Tómas Óla Garðarsson á láni frá Val.

Tómas Óli er 23 ára og lék tíu leiki fyrir Val í Pepsi-deildinni í fyrra. Þar áður var hann tíður byrjunarliðsmaður hjá Breiðablik og á yfir 60 Pepsi-deildarleiki að baki með Blikum.

Tómas á að hjálpa Leikni í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar þar sem liðið er með 23 stig eftir 13 umferðir, tveimur stigum fyrir ofan Keflavík, sem á leik til góða, og tveimur stigum á eftir Grindvíkingum.

Ljóst er að Tómas getur reynst mikill liðsstyrkur fyrir Leiknismenn og gæti orðið lykilmaður í toppbaráttunni.
Athugasemdir
banner