Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   lau 29. júlí 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
GunnInga: Það er enginn krísufundur
Guðrún Inga Sívertsen.
Guðrún Inga Sívertsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt við Frey.
Rætt við Frey.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Laugardagurinn var erfiðastur. Maður var ekki undir það búin að vera úr leik eftir tvo leiki," Guðrún Inga Sívertsen, GunnInga varaformaður KSÍ, í viðtali í Útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag.

GunnInga var ásamt fjölmörgum starfsmönnum KSÍ á EM í Hollandi og fylgdist með íslenska kvennalandsliðinu. Hún sá um undirbúning fyrir mótið og sinnti fleiri verkefnum.

„Maður lærir af þessu, þetta er dýrmæt reynsla í reynslubankann."

Umgjörðin á mótinu var frábær, sérstaklega í kringum íslenska liðið.

„Ég er ótrúlega stolt af því. Við lögðum okkur mikið fram og það var ákvörðun hjá KSÍ að hafa umgjörðina í kringum liðið fyrsta flokks. Það tókst og við gerðum það vel. Það var tekið eftir því úti á mótinu og UEFA hrósaði okkur fyrir umgjörðina í kringum liðið og ég tala nú ekki um stuðningsmennina okkar."

„Þeir voru alveg frábærir og það er talað um frammistöðu þeirra á vefsíðum hér og þar og nú síðast hjá UEFA."

Sjá einnig:
„Keppni sem Ísland vill gleyma en stuðningurinn magnaður"

„Síðan verð ég náttúrlega að hrósa ykkur, ykkur fjölmiðlamönnum. Þið fáið 10 í einkunn fyrir ykkar frammistöðu."

„Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei upplifað áður með kvennaboltann, svona mikla og góða umfjöllun."

Eins og allir vita þá tapaði Ísland öllum sínum leikjum á mótinu, en GunnInga segir að þrátt fyrir það verði enginn krísufundur.

„Það eru spennandi ár framundan. Það er nú enginn krísufundur, nú er allir að slaka á og hlaða batteríin. Síðan munum við setjast niður og fara yfir mótið í heild sinni. Það er alltaf gott að skrifa hluti niður þegar þeir eru í fersku minni, ekki þegar það er hálft ár í næsta stórmót. Maður getur alltaf punktað hjá sér."

„Auðvitað setjumst við niður og ræðum gengi liðsins, en ég segi að við þurfum að líta fram á veginn. Undankeppni HM byrjar í september og ég er ekki smeyk við framhaldið."

Hún vill hafa Frey Alexandersson áfram í starfi þjálfara kvennalandsliðsins.

„Freyr er náttúrulega með samning við okkur og ég get alveg sagt ykkur að ég hef engan áhuga á því að skipta um þjálfara."

Næsta verkefni eru Færeyjar í undankeppni HM á heimavelli, en GunnInga vonast til þess að sjá Laugardalsvöll þétt setinn í september. Hana dreymir um að það verði uppselt á kvennalandsleik einn daginn.

„Það er spennandi verkefni, Færeyjar. Þetta er í fyrsta sinn þar sem þær eru í riðlakeppninni og þær byrja á að koma hingað til Íslands. Það verður gleðistund."

„Ég vona að þeir áhorfendur sem fylgdu okkur í Hollandi og þeir sem komu ekki til Hollands mæti á Laugardalsvöllinn og hefji nýja undankeppni með liðinu," sagði hún að lokum.

„Mig dreymir um að það verði uppselt á kvennaleik einn daginn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, en þar ræðir hún nánar um EM, stuðninginn, dómaramálin og fleira.
Athugasemdir
banner