Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. ágúst 2014 20:22
Brynjar Ingi Erluson
1. deild: Leiknir með annan fótinn í Pepsi - Selfoss lagði KV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins í fyrstu deild karla var að ljúka en Leiknismenn gerðu þá jafntefli við Víking úr Ólafsvík.

Leiknir er einungis stigi frá því að tryggja sér í Pepsi-deild karla eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Víkings Ólafsvík í kvöld.

Víkingur var fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar en með sigri Leiknis þá hefði liðið getað tryggt sæti sitt í Pepsi-deild karla.

Markalaust jafntefli þýðir það að Leiknir er stigi frá því að tryggja sæti sitt en þó er óhætt að segja að það sé einungis formsatriði fyrir liðið að klára það en liðið er með níu stiga forskot á þriðja sætið þegar þrír leikir eru eftir.

Selfoss lagði KV á meðan með þremur mörkum gegn einu. Ragnar Þór Gunnarsson, Luka Jagacic og Andri Björn Sigurðsson skoruðu mörk Selfyssinga áður en Einar Már Þórisson minnkaði muninn en útlit er fyrir að KV sé á leið í 2. deildina en liðið er í næst neðsta sæti með 18 stig, sex stigum á eftir næsta liði þegar þrjár umferðir eru eftir.

Úrslit og markaskorarar:

Víkingur Ólafsvík 0 - 0 Leiknir R.

Selfoss 3 - 1 KV
1-0 Ragnar Þór Gunnarsson ('76 )
2-0 Luka Jagacic ('87 )
3-0 Andri Björn Sigurðsson ('89 )
3-1 Einar Már Þórisson ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner