Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 29. ágúst 2014 13:32
Elvar Geir Magnússon
Haukar Heiðar og Þórarinn Ingi í hópnum sem mætir Tyrklandi
Jón Daði og Hörður Björgvin úr U21-landsliðinu
Haukur Heiðar Hauksson.
Haukur Heiðar Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú rétt í þessu var tilkynntur landsliðshópur Íslands sem mætir Tyrklandi í undankeppni EM þann 9. september. Leikurinn verður á Laugardalsvellinum en þetta er fyrsti leikur Íslands í riðlinum.

Meðal leikmanna í hópnum er Akureyringurinn Haukur Heiðar Hauksson sem hefur átt frábært tímabil í hægri bakverðinum hjá Íslands- og bikarmeisturum KR. Hann var valinn í úrvalslið umferða 1-11 í Pepsi-deildinni.

Haukur Heiðar hefur ekki spilað A-landsleik. Þá er Þórarinn Ingi Valdimarsson úr ÍBV valinn í hópinn en hann á einn A-landsleik. Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, er einn þriggja markvarða í hópnum.

Hörður Björgvin Magnússon og Jón Daði Böðvarsson úr U21-hópnum eru valdir en verða mögulega með U21 landsliðinu gegn Frökkum 8. september.

Búið er að selja um 6.000 miða á leik Íslands og Tyrklands og búist við því að það verði uppselt á leikinn.

„Markmið Íslands er að lenda í öðru af tveimur efstu sætunum og komast beint á EM. Þetta er samt einn sterkasti riðill undankepnninar að mínu mati," sagði Lars Lagerback, annar af landsliðsþjálfurum Íslands.

„Tyrkir eru mjög árásargjarnir grimmir og agaðir. Það er gríðarlegur fjöldi leikmanna sem þeir hafa úr að velja. Þeir hafa ekki tilkynnt hópinn enn og erfitt að rýna í hverjir verða valdir. Þetta verður bardagaleikur á Laugardalsvelli," sagði Heimir Hallgrímsson.

Landsliðshópurinn:
Gunnleifur Gunnleifsson - Breiðablik
Hannes Þór Halldórsson - Sandnes Ulf
Ingvar Jónsson - Stjarnan

Birkir Már Sævarsson - Brann
Ragnar Sigurðsson - Krasnodar
Kári Árnason - Rotherham
Sölvi Geir Ottesen Jónsson - Ural
Ari Freyr Skúlason - OB
Theodór Elmar Bjarnason - Randers
Hallgrímur Jónasson - SönderjyskE
Haukur Heiðar Hauksson - KR
Hörður Björgvin Magnússon - Cesena

Aron Einar Gunnarsson - Cardiff
Emil Hallfreðsson - Hellas Verona
Helgi Valur Daníelsson - AGF
Jóhann Berg Guðmundsson - Charlton
Birkir Bjarnason - Pescara
Rúrik Gíslason - Kaupmannahöfn
Gylfi Þór Sigurðsson - Swansea
Ólafur Ingi Skúlason - Zulte Waregem
Þórarinn Ingi Valdimarsson- ÍBV

Kolbeinn Sigþórsson - Ajax
Viðar Örn Kjartansson - Valerenga
Jón Daði Böðvarsson - Viking
Athugasemdir
banner
banner
banner