Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 29. ágúst 2014 09:25
Magnús Már Einarsson
Helgi Valur til AGF (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson hefur gengið í raðir AGF frá Belenenses í Portúgal.

Þessi 33 ára gamli miðjumaður skrifaði undir tveggja ára samning við AGF í dag eftir eins árs dvöl í Portúgal.

,,AGF sýndi mér mikinn áhuga eftir að ég sagði umboðsmanni mínum að ég vildi skipta um félag því að ég og fjölskyldan vorum ekki ánægð í Portúgal," sagði Helgi Valur.

,,Ég heimsótti félagið fyrr í vikunni og þá var þetta klárað."

AGF er í dönsku B-deildinni þar sem liðið er í öðru sæti eftir sex umferðir og stefnir aftur upp í deild þeirra best.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner