Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. ágúst 2014 11:06
Elvar Geir Magnússon
Hernandez búinn að ná samkomulagi við Juventus?
Hernandez í flugferð.
Hernandez í flugferð.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar segja að Javier Hernandez hafi náð samkomulagi við Juventus um persónuleg kaup og kjör.

Nú sé bara beðið eftir grænu ljósi frá Manchester United en talið er að mexíkóski sóknarmaðurinn fari á láni í eitt tímabil og Juventus hafi svo forkaupsrétt á honum.

Búist er við því að gengið verði frá málum í dag.

Manchester United er á fullu að losa launahæstu leikmenn félagsins sem ekki eru í áætlunum Louis van Gaal og gætu Danny Welbeck, Shinji Kagawa og Tom Cleverley einnig verið á förum.
Athugasemdir
banner
banner
banner