fös 29. ágúst 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Hlynur Bæringsson spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson.
Mynd: Karfan.is
Liverpool vinnur á White Hart Lane samkvæmt spá Hlyns.
Liverpool vinnur á White Hart Lane samkvæmt spá Hlyns.
Mynd: Getty Images
Baldur Sigurðsson, miðjumaður KR, fékk fjóra rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi um síðustu helgi.

Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, spáir í leikina að þessu sinni en hann var í lykilhlutverki þegar liðið tryggði sér sæti á EM í vikunni.



Burnley 1 - 1 Manchester United (11:45 á morgun)
Það eru margir vinir mínir Manchester menn og þeir ná jafntefli. Þessi Van Gaal tilraun er dæmd til að mistakst.

Manchester City 3 - 1 Stoke (14:00 á morgun)
Manchester City er ekki að eyða peningunum sínum rétt ef þeir eru ekki betri en Stoke.

Newcastle 0 - 2 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Axel Kárason í landsliðinu heldur með Crystal Palace og spái þeim sigri.

QPR 1 - 2 Sunderland (14:00 á morgun)
Sunderland náði jafntefli gegn United og verða með sjálfstraust eftir það.

Swansea 2 - 0 WBA (14:00 á morgun)
Ég spái Gylfa sigri. Hann skorar að minnsta kosti eitt mark og ætli hann leggi ekki upp hitt líka.

West Ham 2 - 1 Southampton (14:00 á morgun)
Ég fílaði alltaf West Ham í den þegar þeir voru með marga unga leikmenn þannig að ég spái þeim sigri.

Everton 0 - 0 Chelsea (16:30 á morgun)
Þetta eru tveir slæmir kostir fyrir mig sem Liverpool mann. Ég vil að hvorugt liðið vinni þennan leik.

Aston Villa 0 - 1 Hull (12:30 á sunnudag)
Hafnarborgin hefur betur þarna.

Tottenham 0 - 3 Liverpool (12:30 á sunnudag)
Þetta verður auðveldur sigur hjá Liverpool, mér líst ekkert á Tottenham. Þetta er árið okkar, fimmtánda árið í röð eða eitthvað. Ég held ennþá meira með Liverpool eftir að Suarez fór, ég gat ekki haldið jafnmikið með þeim þá.

Leicester 0 - 2 Arsenal (15:00 á sunnudag)
Ég fíla alltaf Arsenal. Wenger er flottur stjóri sem rekur þetta vel og er ekkert í neinu rugli.

Fyrri spámenn:
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner