Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. ágúst 2014 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Stambouli á leið til Tottenham
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur hefur náð samkomulagi við franska liðið Montpellier um kaup á Benjamin Stambouli en franska félagið greinir frá þessu í kvöld.

Stambouli, sem er 24 ára gamall miðjumaður, hefur verið orðaður við Fiorentina í allt sumar en hann var ansi nálægt því að ganga til liðs við ítalska félagið.

Tottenham kom þó inn í spilið og bauð í Stambouli en félögin hafa nú komist að samkomulagi um leikmannninn.

Stambouli er alinn upp hjá Montpellier en hann á einungis eitt ár eftir af samning sínum hjá Montpellier.

Þetta verður mikill liðsstyrkur fyrir Tottenham sem hefur farið vel af stað á þessari leiktíð en liðið situr í toppsæti deildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner