Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. ágúst 2014 14:30
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Inter segir Stjörnuleikinn hafa breyst í æfingaleik
Kovacic fagnar með þjálfara sínum.
Kovacic fagnar með þjálfara sínum.
Mynd: Getty Images
„Leikurinn var alveg búinn eftir að við komumst í 2-0. Þá breyttist þetta í æfingaleik. Stjarnan tapaði ákefðinni og hugrekkinu," segir Walter Mazzarri, þjálfari Inter, um 6-0 sigurinn gegn Stjörnunni í gær.

Hann hrósar sínum mönnum fyrir að hafa haldið áfram þrátt fyrir að úrslitin hafi verið ráðin og hrósar sérstaklega miðjumanninum Mateo Kovacic sem skoraði þrennu.

„Við héldum áfram og þetta hugarfar mun vonandi haldast áfram inn í tímabilið. Ég er líka ánægður með líkamlegt ástand Daniel Osvaldo, hugarfar Mauro Icardo og einnig Hernanes."

„Kovacic er vaxandi eins og við höfðum vonast eftir. Hann er að sýna meiri stöðugleika og hæfileikar hans blómstra og hjálpa liðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner