banner
   fös 29. ágúst 2014 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Dortmund lagði Augsburg í markaleik
Mynd: Getty Images
Augsburg 2 - 3 Borussia D.
0-1 Marco Reus ('12 )
0-2 Sokratis Papastathopoulos ('15 )
0-3 Adrian Ramos ('79 )
1-3 Raul Bobadilla ('83 )
2-3 Tim Matavz ('90 )

Borussia Dortmund lagði Augsburg að velli með þremur mörkum gegn tveimur er liðin mættust í hörkuleik í þýsku deildinni í kvöld en heimamenn komu ansi sterkir til baka undir lok leiksins og skoruðu tvö mörk.

Marco Reus kom gestunum í Dortmund yfir strax á 12. mínútu leiksins en hann skoraði þá laglegt mark eftir samspil við Kevin Grosskreutz. Sokratis Papastathopoulos bætti við öðru marki nokkrum mínútum síðar eftir hornspyrnu.

Adrian Ramos bætti svo við þriðja markinu þegar um það bil tíu mínútur voru eftir en það kom einnig eftir hornspyrnu.

Heimamenn sóttu í sig veðrið undir lok in og tókst þeim Raul Bobadilla og Tim Matavz að minnka muninn en lengra komst Augsburg ekki og lokatölur því 2-3. Dortmund er í sjötta sæti með 3 stig eftir tvær umferðir en Augsburg í neðsta sæti með ekkert stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner