lau 29. ágúst 2015 16:03
Alexander Freyr Tamimi
2. deild: Leiknir F vann mikilvægan sigur
Fernando Garcia Castellanos skoraði í dag.
Fernando Garcia Castellanos skoraði í dag.
Mynd: Jóhanna Kr. Hauksdóttir
Leiknir Fáskrúðsfirði vann mikilvægan 3-1 útisigur gegn KV í 2. deildinni í dag. Leiknismenn endurheimtu toppsæti deildarinnar og eru þar með 41 stig, stigi fyrir ofan ÍR. Draumur KV um að endurheimta sæti sitt í 1. deildinni er hins vegar úti eftir tap dagsins.

Þá er lið Dalvíkur/Reynis svo gott sem fallið eftir 1-1 jafntefli gegn Sindra á útivelli. Liðið er níu stigum frá öruggu sæti þegar fjórir leikir eru eftir.

Þá gerðu Ægir og Tindastóll 1-1 jafntefli í leik sem bæði lið hefðu haft mjög gott af því að vinna í botnbaráttunni. Þau eru bæði stigi frá fallsæti.

Sindri 1 – 1 Dalvík/Reynir
1-0 Duje Klaric (´50)
1-1 Ethan Mannion (´57)

Ægir 1 – 1 Tindastóll
0-1 Haukur Eyþórsson (´31)
1-1 William Daniels (´44)

KV 1 – 3 Leiknir F
1-0 Markaskorara vantar (´50)
1-1 Tadas Jocys (´69)
1-2 Fernando Garcia Castellanos (´79)
1-3 Guðmundur Arnar Hjálmarsson ('94)








*
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner