Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. ágúst 2015 16:06
Alexander Freyr Tamimi
3. deild: Mikilvægur sigur Völsungs - Álftanes féll
Völsungur vann í dag.
Völsungur vann í dag.
Mynd: Rafnar Orri Gunnarsson
Völsungur endurheimti 2. sætið í 3. deildinni með 2-1 sigri gegn Víði Garði á útivelli í dag.

Árni Gunnar Þorsteinsson kom Víði í 1-0 eftir rúman stundarfjórðung en þeir Gunnar Sigurður Jósteinsson og Rafnar Smárason sneru taflinu Völsungi í við í seinni hálfleik og gríðarlega mikilvæg þrjú stig í hús fyrir gestina.

Það var boðið upp á dramatík í leik Álftaness og KFR, en þeir síðarnefndu komust í 1-0 á 80. mínútu með marki frá Helga Ármannssyni. Sigmundur Einar Jónsson, markvörður heimamanna, tryggði hins vegar Álftanesi stig með marki í uppbótartíma. Það breytir því hins vegar ekki að Álftanes er fallið úr deildinni.

Víðir 1 – 2 Völsungur
1-0 Árni Gunnar Þorsteinsson (´17)
1-1 Gunnar Sigurður Jósteinsson (´68)
1-2 Rafnar Smárason (´70)

Álftanes 1 – 1 KFR
0-1 Helgi Ármannsson ('80)
1-1 Sigmundur Einar Jónsson ('92)
Athugasemdir
banner
banner
banner