Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. ágúst 2015 10:50
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Newcastle og Arsenal: Walcott og Chambo byrja
Mynd: Getty Images
Newcastle tekur á móti Arsenal í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og er Arsene Wenger aðeins búinn að rótera í byrjunarliðinu.

Per Mertesacker er ekki í vörninni vegna veikinda og þá vantar Mesut Özil og Olivier Giroud í sóknina.

Englendingarnir Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain fylla í skarðið og það verður spennandi að fylgjast með hvernig þessar breytingar virka fyrir Arsenal.

Aleksandar Mitrovic er fremstur hjá Newcastle og er með Moussa Sissoko, Georginio Wijnaldum og Florian Thauvin fyrir aftan sig.

Arsenal er með fjögur stig eftir þrjár umferðir og Newcastle er með tvö stig.

Newcastle: Krul - Janmaat, Mbemba, Coloccini, Haidara - Anita, Colback - Sissoko, Wijnaldum, Thauvin - Mitrovic
Varamenn: Darlow, Tiote, Taylor, De Jong, Cisse, Obertan, Perez

Arsenal: Cech - Bellerin, Koscielny, Gabriel, Monreal - Coquelin, Cazorla - Chamberlain, Ramsey, Sanchez - Walcott
Varamenn: Ospina, Debuchy, Gibbs, Chambers, Arteta, Campbell, Giroud
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner