Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 29. ágúst 2015 13:36
Ívan Guðjón Baldursson
England: Arsenal lagði 10 leikmenn Newcastle
Mynd: Getty Images
Newcastle 0 - 1 Arsenal
0-1 Fabricio Coloccini ('52, sjálfsmark)
Rautt spjald: Aleksandar Mitrovic, Newcastle ('16)

Newcastle fékk Arsenal í heimsókn í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal byrjaði vel þegar Theo Walcott var nálægt því að komast framhjá Tim Krul í marki heimamanna og skömmu síðar átti Hector Bellerin að fá vítaspyrnu, en Andre Marriner dómari dæmdi ekkert.

Nokkrum mínútum síðar fékk Aleksandar Mitrovic, sóknarmaður Newcastle, beint rautt spjald fyrir að fara með sólann í Francis Coquelin. Skiptar skoðanir eru á því hvort það hafi átt að vera gult eða rautt spjald, en Mitrovic rekinn af velli og því búinn að fá eitt rautt spjald og tvö gul eftir að hafa spilað rúmlega 200 mínútur í enska boltanum.

Newcastle bakkaði í vörn og varðist vel með mikilli hjálp frá Tim Krul sem átti mjög góðan leik á milli stanganna, en honum tókst ekki að koma í veg fyrir sjálfsmark Fabricio Coloccini snemma í síðari hálfleik. Boltinn fór í Coloccini og inn eftir fast skot frá Alex Oxlade-Chamberlain.

Arsenal stjórnaði leiknum frá upphafi til enda þar sem heimamenn í Newcastle gerðu sig aldrei líklega til að skora og sigurinn sanngjarn.

Newcastle situr eftir með tvö stig eftir fjórar umferðir á meðan Arsenal er með sjö stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner