Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. ágúst 2015 15:57
Ívan Guðjón Baldursson
England - Úrslit: Chelsea og Liverpool töpuðu á heimavelli
Manuel Lanzini skoraði á þriðju mínútu gegn Liverpool.
Manuel Lanzini skoraði á þriðju mínútu gegn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Joel Ward gerði sigurmark Crystal Palace gegn Chelsea.
Joel Ward gerði sigurmark Crystal Palace gegn Chelsea.
Mynd: Getty Images
Sex leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni þar sem nóg var um að vera.

Tvö stórlið töpuðu á heimavelli, fjórtán mörk og fjögur rauð spjöld litu dagsins ljós.

Liverpool tapaði fyrir West Ham á heimavelli þar sem Philippe Coutinho var rekinn af velli með tvö gul spjöld áður en markaskorarinn Mark Noble fékk furðulegt beint rautt spjald, þrátt fyrir að vera þegar á gulu spjaldi.

Englandsmeistarar Chelsea töpuðu þá fyrir Crystal Palace á heimavelli og er þetta verri byrjun á titilvörn hjá Jose Mourinho heldur en David Moyes með Manchester United fyrir tveimur árum.

Manchester City heldur sínum fullkomna árangri áfram og er liðið með fullt hús stiga og markatöluna 10-0 eftir fjórar umferðir.

Sunderland náði þá sínu öðru stigi og West Brom lagði 9 leikmenn Stoke City af velli, í leik þar sem Stoke þurfti að spila með níu leikmenn allan síðari hálfleikinn.

Chelsea 1 - 2 Crystal Palace
0-1 Bakary Sako ('65)
1-1 Radamel Falcao ('80)
1-2 Joel Ward ('81)

Liverpool 0 - 3 West Ham
0-1 Manuel Lanzini ('3)
0-2 Mark Noble ('29)
0-3 Diafra Sakho ('92)
Rautt spjald: Philippe Coutinho, Liverpool ('52)
Rautt spjald: Mark Noble, West Ham ('78)

Manchester City 2 - 0 Watford
1-0 Raheem Sterling ('47)
2-0 Fernandinho ('56)

Stoke City 0 - 1 West Brom
0-1 Salomon Rondon ('45)
Rautt spjald: Ibrahim Afellay, Stoke ('25)
Rautt spjald: Charlie Adam, Stoke ('31)

Bournemouth 1 - 1 Leicester
1-0 Callum Wilson ('24)
1-1 Jamie Vardy ('86, víti)

Aston Villa 2 - 2 Sunderland
0-1 Yann M'Vila ('8)
1-1 Scott Sinclair ('11, víti)
2-1 Scott Sinclair ('41)
2-2 Jeremain Lens ('52)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner