Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. ágúst 2015 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Enska knattspyrnusambandið refsar fyrir dýfur
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið breytti nokkrum reglum og herti aðrar fyrir tímabilið og minnti á eina af þessum breytingum á Twitter í dag.

Knattspyrnusambandið tísti því að leikmenn sem plata dómarann með dýfum og leikaraskap geta fengið refsingu eftir að leik er lokið.

„Knattspyrnusambandið getur kært leikmann sem gerir sér upp meiðsli eða ýkir samstuð til að fá andstæðing rekinn af velli," stóð í færslunni á Twitter.

„Rauða spjald fórnarlambsins verður að vera dæmt ógilt og dregið til baka til þess að andstæðingurinn geti verið settur í leikbann í staðinn.

„Lykilatriðin eru 1) rauða spjaldið verður að vera fyrir ofbeldisfulla hegðun og 2) það verður að vera dregið til baka eftir leik svo andstæðingurinn geti verið settur í leikbann."

Athugasemdir
banner
banner
banner