Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. ágúst 2015 16:37
Ívan Guðjón Baldursson
Hughes ósáttur með dómgæsluna: Var kominn hálfleikur
Mynd: Getty Images
Stoke City fékk West Brom í heimsókn í dag og missti tvo menn af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik.

Mark Hughes, stjóri Stoke, hafði margt út á dómaratríóið að setja en lofaði frammistöðu níu leikmanna sinna sem töpuðu leiknum 1-0.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins undir erfiðum kringumstæðum," sagði Hughes eftir tapið.

„Í fyrra rauða spjaldinu var Ibrahim Afellay að bregðast við snertingu í andlit. Samkvæmt orði laganna hefðu kannski báðir átt að vera reknir útaf.

„Í öðru spjaldinu þá endar Charlie Adam óvart standandi ofan á fæti andstæðingsins eftir harkalegt samstuð. Mér finnst það full hörð ákvörðun. Hann stappar ekki á fætinum, hann stígur óvart á hann.

„Það var mjög erfitt að fá eitthvað úr leiknum eftir að hafa misst tvo menn útaf og svo fáum við þetta mark á okkur.

„Dómararnir leyfðu leiknum að ganga í auka mínútu undir lok fyrri hálfleiks. Ég spurði þá hvers vegna og þeir sögðu það væri vegna þess að Jack Butland hafi verið að eyða tíma. Ég er ósammála því."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner