Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. ágúst 2015 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FI 
Ivan Perisic í læknisskoðun hjá Inter
Perisic hefur gert 9 mörk í 38 landsleikjum. Hann spilar yfirleitt á kantinum fyrir aftan fremsta sóknarmann.
Perisic hefur gert 9 mörk í 38 landsleikjum. Hann spilar yfirleitt á kantinum fyrir aftan fremsta sóknarmann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Inter er að kaupa króatíska sóknarmanninn Ivan Perisic frá Wolfsburg á 20 milljónir evra.

Perisic er lentur á Ítalíu til að fara í læknisskoðun sem er lítið annað en formsatriði, enda er Perisic í toppstandi og búinn að skora eitt mark í tveimur deildarleikjum á tímabilinu.

„Ég er mjög hamingjusamur og virkilega himinlifandi með að vera á leið til Inter," sagði Perisic við FCInterNews.

Perisic var leikmaður Borussia Dortmund áður en hann gekk til liðs við Bremen og hefur verið byrjunarliðsmaður í hverju einasta liði sem hann hefur spilað fyrir síðan hann kom til Club Brugge 20 ára gamall, árið 2009.

Perisic kemur til Inter á lánssamning en ítalska félagið er skyldugt að kaupa leikmanninn þegar láninu lýkur. Kaupverðið verður greitt í þremur pörtum.
Athugasemdir
banner
banner
banner