lau 29. ágúst 2015 07:00
Arnar Geir Halldórsson
Kingsley Coman á leið til Bayern Munchen?
Coman í leik gegn Udinese í fyrstu umferð Serie A
Coman í leik gegn Udinese í fyrstu umferð Serie A
Mynd: Getty Images
Orðrómar þess efnis að Kingsley Coman sé að ganga til liðs við Bayern Munchen frá Juventus gerast æ háværari.

Coman hefur verið orðaður við brottför frá Juventus í sumar en Bild greindi frá því seint í gærkvöldi að Bayern hefði náð samkomulagi við ítalska félagið.

Gianluca Di Marzio, einn virtasti íþróttafréttamaður Ítalíu, segir samkomulagið vera á þá leið að Coman fari á láni til Bayern en Þýskalandsmeistararnir geti svo keypt ungstirnið fyrir 20 milljónir evra að lánstímanum liðnum.

Coman gerði fimm ára samning við Juventus síðasta sumar þegar hann kom til félagsins á frjálsri sölu frá PSG.

Þessi nítján ári gamli Frakki vakti athygli fyrir frammistöðu sína á síðustu leiktíð og kom meðal annars við sögu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner