Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. ágúst 2015 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kingsley til Bayern (Staðfest) - Flakkar milli stærstu liða Evrópu
Kingsley Coman á bjarta framtíð.
Kingsley Coman á bjarta framtíð.
Mynd: Getty Images
Hinn 19 ára gamli Kingsley Coman er eitt af mest spennandi ungstirnum nútímans og hefur verið lánaður til Bayern München, þetta staðfestir Massimiliano Allegri þjálfari Juventus.

Kingsley er uppalinn hjá PSG, þar sem hann spilaði fjóra leiki fyrir aðalliðið áður en samningur hans rann út og hann gerði fimm ára samning við Juve.

Kingsley leikur sem kantmaður og kom inná í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Juve tapaði fyrir Barcelona og spilaði 15 deildarleiki er Juve varð Ítalíumeistari.

Ekkert hefur verið staðfest í sambandi við kaupákvæði, en talið er að Bayern geti keypt ungstirnið á 20 milljónir evra.

„Coman vildi fara og Isla er einnig á förum. Cuadrado mun hjálpa okkur mikið á tímabilinu," var meðal þess sem Allegri sagði í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner