Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 29. ágúst 2015 20:02
Magnús Valur Böðvarsson
Markvörður Álftaness skoraði jöfnunarmark í uppbótartíma
Sigmundur ver hér skot í bikarleik gegn KA
Sigmundur ver hér skot í bikarleik gegn KA
Mynd: Úr einkasafni
Sigmundur Einar Jónsson markvörður Álftaness skoraði í dag jöfnunarmark liðsins í leik gegn KFR. Álftanes varð að vinna leikinn til þess að eygja smávægilega von á að halda sæti sínu í 3.deild karla og útlitið ekki bjart á 92.mínútu og marki undir.

Álftanes fékk þá hornspyrnu og Sigmundur skaust fram í horninu. Hornspyrnan endaði beint í höndum markvarðar KFR sem missti boltann beint fyrir fætur Sigmundar sem kom boltanum í netið og jafnaði þar með 1-1. Álftnesingar höfðu því nokkrar mínútur til að sigra en allt kom fyrir ekki og fall niður í 4.deild staðreynd.

Þetta er annað mark hjá markverði í 3.deildinni í sumar en Hjörtur Geir Heimisson skoraði einnig fyrir Magna fyrr í sumar. Þá skoraði Rúnar Sigurðsson markvörður Snæfels mark í sumar en hann lék þann leik í framlínunni gegn Afríku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner