banner
   lau 29. ágúst 2015 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Visir 
Myndband: Átti Mitrovic að fá rautt spjald?
Andre Marriner þurfti að taka tvær stórar ákvarðanir á fyrstu 20 mínútum viðureignar Newcastle og Arsenal fyrr í dag.

Fyrst var það vítaspyrna sem Hector Bellerin átti að fá en fékk ekki og svo var það brot Aleksandar Mitrovic á Francis Coquelin.

Mitrovic fór með takkana upp og beint í sköflunginn á Coquelin en það eru skiptar skoðanir á því hvort leikmaðurinn hafi átt að fá gult eða rautt spjald.

Marriner gaf sóknarmanninum beint rautt spjald sem varð til þess að 10 leikmenn Newcastle vörðust mest allan leikinn, enda erfitt að vera manni færri gegn jafn sterku liði og Arsenal er.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner