Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. ágúst 2015 10:10
Elvar Geir Magnússon
Myndband: Kveðjuviðtal Vals við Thomas Christensen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Thomas Christensen hefur yfirgefið herbúðir Vals og gengið í raðir Lyngby sem situr í þriðja sæti dönsku C-deildarinnar.

Ragnar Vignir, fjölmiðlamógúll Vals, tók við hann kveðjuviðtal í klefanum á Hlíðarenda og má sjá það í spilaranum hér að neðan.

„Það er fullt af góðum hlutum í gangi hérna hjá Val, hlutir sem ég hefði viljað vera hluti af. En stundum þarf maður líka að hugsa um annað en fótbolta. Þetta er fullkomin lausn, bæði hvað varðar fótboltann og fjölskylduaðstæður," sagði Christensen í viðtalinu sem er um tíu mínútur að lengd.

Christensen gekk í raðir Vals í byrjun sumars og reyndist heldur betur happafengur. Hann varð samstundis algjör lykilmaður og hjálpaði liðinu að verða bikarmeistari. Stuðningsmenn Vals tala um hann sem einn besta erlenda leikmann sem leikið hefur fyrir félagið.

„Ég vildi koma hingað og hafa áhrif, hjálpa liðinu að þróast og nýta reynslu mína til að leiðbeina," sagði Daninn geðþekki en viðtalið er hér að neðan.


Athugasemdir
banner