lau 29. ágúst 2015 06:30
Arnar Geir Halldórsson
Otamendi ekki með í dag - Bíður eftir atvinnuleyfi
Nicolas Otamendi
Nicolas Otamendi
Mynd: Man City
Nicolas Otamendi þarf að bíða lengi eftir því að spila sinn fyrsta leik fyrir Man City en hann er ekki enn kominn með atvinnuleyfi á Englandi.

Man City gekk frá kaupunum þann 20.ágúst síðastliðinn en Otamendi mun væntanlega ekki spila með liðinu fyrr en 12.september þar sem landsleikjahlé tekur við eftir leik liðsins gegn Watford í dag.

Manuel Pellegrini, stjóri Man City, staðfesti þetta í gær og hefur ekki áhyggjur af varnarleiknum á meðan enda hefur liðið enn ekki fengið á sig mark.

„Atvinnuleyfið fyrir hann er ekki klárt en það verður það á mánudag. Við keyptum Otamendi ekki fyrir einn eða tvo leiki, við keyptum hann fyrir þrjú til fjögur ár", sagði Pellegrini, sallarólegur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner