Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. ágúst 2015 17:07
Ívan Guðjón Baldursson
Pardew: Hræddir við hraðann - Mourinho er toppmaður
Alan Pardew og Jose Mourinho eru miklir mátar og föðmuðust eftir leik.
Alan Pardew og Jose Mourinho eru miklir mátar og föðmuðust eftir leik.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew er af mörgum talinn meðal klókustu stjóra ensku úrvalsdeildarinnar enda hefur hann gert frábæra hluti með Crystal Palace.

Palace lagði Englandsmeistara Chelsea af velli á Stamford Bridge í dag og þakkar Pardew góðum leikmannahóp fyrir sigurinn.

„Þetta var mjög góð frammistaða í dag og í raun ein sú besta sem ég hef séð frá liði undir minni stjórn," sagði Pardew, hæstánægður með sigurinn.

„Við hræðum andstæðinga okkar með hraðanum sem við búum yfir og við gerðum það frá upphafi til enda í dag.

„Við erum búnir að bæta nýjum mönnum við hópinn en höfum ekki misst liðsandann. Tæknin í hópnum er orðin mun betri og fleiri einstaklingar sem geta tekið á skarið. Ég er ekki að segja að við séum að fara að berjast um Evrópusæti en við erum með gott lið.

„Mourinho er toppmaður og var mjög göfugur þrátt fyrir tapið."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner